<$BlogRSDURL$>

Tuesday, March 16, 2004

Nýfæddum börnum fækkar
Halldór Jónsson rannsóknarblaðamaður á Bæjarins Besta var með athyglisverða fyrirsögn um daginn á BB vefnum; "Nýfæddum börnum fækkar á Ísafirði". Var mér vitanlega mjög brugðið er ég las þessa fyrirsögn og hugsaði með mér hverslags glæpaalda væri að ganga yfir á Fjórðungssjúkrahúsinu. En til allrar hamingju fylgdi frétt þessari einkennilegu fyrirsögn sem útskýrði málið. Hún var á þá leið að minna hefði verið um barneignir á Ísafirði en áður. Það ganga því engir barnaræningjar lausir á Ísafirði.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?