Thursday, March 25, 2004
PapaMug dustar rykið af hljóðnemanum
Mér fannst gríðarlega fallegt að heyra að feðgarnir geðþekku Muggi og Mugison ætli að standa fyrir rokkfestivali í villta vestrinu um páskana. Ekki fannst mér síður skemmtilegt að heyra að PapaMug ætli að troða upp á hátíðinni en samkvæmt heimildum mínum í Malasíu mun hann vera virtasti og dáðasti karókísöngvari í suð-austur-Asíu. Fyrir þá sem ekki vita þá er PapaMug þessi einstaka sinnum kallaður Guðmundur M. Kristjánsson og var hann minn helsti aðstoðarmaður hjá Ísafjarðarhöfn síðstliðið sumar. Annar úr starfsliði mínu á höfninni Halldór Hermannsson hyggst einnig dusta rykið af hljóðnemanum og verður það ekki síður áhugavert. Ég heyrði einmitt í karlinum í útvarpsviðtali um daginn og er mér til efs að nokkurn tíma hafi viðmælandi bölvað jafn mikið á jafn skömmum tíma í Ríkisútvarpinu. Skemmtileg tilbreyting að heyra kjarnyrta vestfirsku í viðtæki Micrunnar. Óhætt er að mæla með þessari skemmtun enda greinilega valinn maður í hverju rúmi.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Mér fannst gríðarlega fallegt að heyra að feðgarnir geðþekku Muggi og Mugison ætli að standa fyrir rokkfestivali í villta vestrinu um páskana. Ekki fannst mér síður skemmtilegt að heyra að PapaMug ætli að troða upp á hátíðinni en samkvæmt heimildum mínum í Malasíu mun hann vera virtasti og dáðasti karókísöngvari í suð-austur-Asíu. Fyrir þá sem ekki vita þá er PapaMug þessi einstaka sinnum kallaður Guðmundur M. Kristjánsson og var hann minn helsti aðstoðarmaður hjá Ísafjarðarhöfn síðstliðið sumar. Annar úr starfsliði mínu á höfninni Halldór Hermannsson hyggst einnig dusta rykið af hljóðnemanum og verður það ekki síður áhugavert. Ég heyrði einmitt í karlinum í útvarpsviðtali um daginn og er mér til efs að nokkurn tíma hafi viðmælandi bölvað jafn mikið á jafn skömmum tíma í Ríkisútvarpinu. Skemmtileg tilbreyting að heyra kjarnyrta vestfirsku í viðtæki Micrunnar. Óhætt er að mæla með þessari skemmtun enda greinilega valinn maður í hverju rúmi.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.