<$BlogRSDURL$>

Tuesday, March 30, 2004

Reynslumikill og upprennandi skemmtikraftur
Er hægt að vera bæði reynslumikill og upprennandi skemmtikraftur? Mjaaa það virðist vera. Ég rak augun í skemmtilega mynd á Víkara.is þar sem forstöðumaður sundlaugarinnar í Bolungarvík; Dr. Gunni (Hallsson), var í miðju gítarsólói á göngum Árbæjar. Samkvæmt áðurnefndu vefriti þá gæti gítarleikur Dr. Gunna orðið að vikulegum viðburði í sundlauginni. Þarna er því á ferðinni comeback hjá einum af ástsælasta skemmtikrafti bæjarins sem áður gerði garðinn frægan í þungarokkshljómsveitinni Berklar. Einnig gat hann sér gott orð sem sviðs- og kvikmyndaleikari á árum áður en hefur lítið látið til sín taka á þeim vettvangi að undanförnu. Þessi endurkoma Drs. Gunna í skemmtanabransann rennir enn frekari stoðum undir þær sögusagnir að hann muni verða næsti vert í Ósvör þar sem nú stendur fyrir dyrum að yngja upp starfsliðið eftir að Geir Guðmunds hætti að gefa kost á sér. Mikilvægt er að fá mann í starfið sem er vanur sviðsljósinu enda starfið ávísun á heimsfrægð eins og oft hefur komið fram.

Þetta minnir mig á það, ég ætlaði alltaf að fá lánaða videóspólu hjá Gunnari. Þarf endilega að muna eftir því í páskafríinu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?