Tuesday, March 02, 2004
Schram og hulduherinn
Nú er farinn í gang hin hefðbundna umræða þar sem íslenskir fjölmiðlar velta fyrir sér hver gæti verið ákjósanlegt forsetaefni. Sameiningartáknið er ekki í framboði enn sem komið er og einhverra hluta vegna virðast þeir Ástþór í Friði 2% og Snorri heiðursborgari ekki falla í kramið hjá öllum. Greint hefur verið frá því að hópur fólks sé farinn á stúfana til þess að finna heppilegan frambjóðenda. Fréttablaðið hefur þegar birt nafn sem þykir vel koma til álita sem forsetaframbjóðandi. Er það að sjálfsögðu Ellert B. Schram forseti ÍSÍ sem hirti 6. sætið svo eftirminnilega af Eiríki Bergmanni hjá Bannfylkingunni fyrir Alþingiskosningarnar. Samkvæmt Bók aldarinnar sem Gísli Marteinn og Ólafur Teitur skráðu, er Ellert jafnan efstur á lista þeirra sem leitað er til hverju sinni þegar þarf að gefa kost á sér í eitthvað. Og ég spyr því einfaldlega; hvaða fólk er þetta eiginlega sem á að hafa áhuga á Ellerti B. Schram? Hversu fjölmenn getur þessi Schram ætt eiginlega verið? Má ég þá heldur biðja um Bjarna Fel á Bessastaði.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Nú er farinn í gang hin hefðbundna umræða þar sem íslenskir fjölmiðlar velta fyrir sér hver gæti verið ákjósanlegt forsetaefni. Sameiningartáknið er ekki í framboði enn sem komið er og einhverra hluta vegna virðast þeir Ástþór í Friði 2% og Snorri heiðursborgari ekki falla í kramið hjá öllum. Greint hefur verið frá því að hópur fólks sé farinn á stúfana til þess að finna heppilegan frambjóðenda. Fréttablaðið hefur þegar birt nafn sem þykir vel koma til álita sem forsetaframbjóðandi. Er það að sjálfsögðu Ellert B. Schram forseti ÍSÍ sem hirti 6. sætið svo eftirminnilega af Eiríki Bergmanni hjá Bannfylkingunni fyrir Alþingiskosningarnar. Samkvæmt Bók aldarinnar sem Gísli Marteinn og Ólafur Teitur skráðu, er Ellert jafnan efstur á lista þeirra sem leitað er til hverju sinni þegar þarf að gefa kost á sér í eitthvað. Og ég spyr því einfaldlega; hvaða fólk er þetta eiginlega sem á að hafa áhuga á Ellerti B. Schram? Hversu fjölmenn getur þessi Schram ætt eiginlega verið? Má ég þá heldur biðja um Bjarna Fel á Bessastaði.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.