<$BlogRSDURL$>

Monday, March 29, 2004

Sjálfstæðisbarátta
Ég hef það á tilfinningunni að það sé farið að styttast í að Vestfirðingar lýsi yfir sjálfstæði. Mér finnst öll uppátæki Vestfirðinga undanfarið bera þess merki. Þegar er hafin undirbúningsvinna við að raða í helstu embætti og búa til þotulið. Hefur það verið gert á lýðræðislegan máta þar sem hæfileikaríkt ungt fólk hefur getað keppt sín á milli í öllu milli himins og jarðar. Nú síðast var ýtt úr vör leitinni að fyndnasta manni Vestfjarða og verður úr því skorið um páskana að mér skilst. Fegurðarsamkeppni Vestfjarða er einnig á döfinni og er ekki langt síðan að við Vestfirðingar eignuðumst okkar eigin Idol stjörnu. Auk þess er hafin undirbúningur að hinum ýmsu stofnunum eins og Vestfirskum Háskóla. Vinaþjóð okkar Pólland mun væntanlega leggja okkur lið en þeim hefur þegar tekist að læða inn pólskum fréttum á Textavarpið þar sem send eru skilaboð til Vestfirðinga í Austur-Evrópu.

Samkvæmt heimilidum Reynis Traustasonar rannsóknarblaðamanns, þá er áformað að ráðast í sjálfstæðisyfirlýsinguna strax að loknu Vestfjarðamótinu í golfi sem fram fer á Syðridalsvelli seint í júní. Þetta kemur fram á fréttavef hans www.kurekahattur.isbjarnartonn.ön. Reynir telur jafnframt líklegt að baráttan um embætti Forsætisráðherra muni standa á milli þeirra Baldurs Smára Einarssonar og Kristinns Hermannssonar sem báðir hafa drjúga reynslu af sveitastjórnarstörfum og eru taldir eiga mikið fylgi í innsveitum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?