<$BlogRSDURL$>

Thursday, March 11, 2004

Styttist í golftímabilið
Golfvertíðin hefst snemma þetta árið. Ég sá á golf.is að fyrstu mótin á höfuðborgarsvæðinu byrja í lok apríl og maí er víðast hvar undirlagður undir mót. Eins gott að vera klár í bátana ef maður ætlar að lækka forgjöfina eitthvað að ráði. Annars hef ég verið að slá í Sporthúsinu þar sem aðstaða er með besta móti, sérstaklega fyrir stutta spilið. Ég hef aldrei fyrr snert golfkylfu yfir vetrarmánuðina og er spenntur að sjá hvort þetta skili betri árangri. Er reyndar einnig búinn að fara tvisvar til sveiflulæknisins Andrésar Davíðssonar, og það er eins og kennsla í golfvísindum. Þegar maður er að hlusta á hann þá fer maður að velta fyrir sér hvað maður sé eiginlega búinn að vera að gera hingað til. Því þetta virkar allt afskaplega einfalt og lógíst þegar hann er að lýsa meginatriðum golfsveiflunnar. En er kannski örlítið flóknara í framkvæmd, en það kemur allt með kalda vatninu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?