<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 21, 2004

21. apríl
Ásgeir Þór bróðir minn og Baldur Smári eiga afmæli í dag. Til hamingju með daginn drengir. Þeir Ásgeir og Baldur eiga glettilega margt sameiginlegt þegar maður fer að velta því fyrir sér. Eru báðir stærðfræðisnillingar (a.m.k. á minn mælikvarða) og eru þeim því hættara við geðveiki en öðru fólki samkvæmt nýjustu rannsóknum. Vona þó að þeim takist að halda sig réttu megin við strikið. Auk þess eru þeir sólgnir í Bakkus og skemmtanir og halda meira að segja báðir á glasinu í vinstri hönd enda báðir örvhentir. Þó ber nokkuð í milli í tónlistarsmekk þeirra félaga, en á meðan Ásgeir hlustar á Alfreð Clausen þá er Baldur aðallega í DJ hopp hopp hopp.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?