<$BlogRSDURL$>

Tuesday, April 13, 2004

Aldrei fór ég suður 2004
Eftir einhver ár verður merkilegt að geta sagt "Aldrei fór ég suður 2004? já já ég var þar". Laugardagurinn var skemmtilegur dagur hér í villta vestrinu. Bolungarvík átti 30 ára kaupstaðarafmæli og væntanlega í tilefni af því settu feðgarnir geðþekku Muggi og Öddi saman rokkhátíðina Aldrei fór ég suður. Maður hitti ótrúlega mikið af fólki þarna á tveimur brettum. Ég var við hátíðarhöldin í Víkinni um daginn þar sem mörg gamalkunn andlit voru mætt og var mættur á tónleikana innfrá áður en Dóri Hermanns fór á svið. Sá gamli tryllti lýðinn auðvitað og tók þrjú lög, sérstaklega heimilislegt að heyra hann taka Kötukvæði á samkomu sem þessari. Muggi var næstur og rúllaði upp tveimur þekktum slögurum, hann er greinilega vanari því að syngja en marga grunar. En stemningin á meðan þeir voru að syngja stóð upp úr, þó missti ég af því þegar Biggi Olgeirs tróð upp með númerið sitt en mér skilst að hann hafi fengið mikið klapp. Vona að þið hafið verið hress með Helgu Kress um páskana.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?