<$BlogRSDURL$>

Friday, April 30, 2004

Blogg fólksins mun halda sínu striki
Af auðmýkt og með þakklæti í hjarta færi ég lesendum bloggs fólksins þau gleðitíðindi að síðan mun halda göngu sinni áfram. Aðstandendur síðunnar lögðu í febrúar upp með þá hugmynd að verkefnið yrði tímabundið, þ.e.a.s. að síðan yrði starfrækt út apríl. Til þess að reyna að leggja mat á viðtökurnar, þá var settur teljari á síðuna þriðjudagskvöldið 13. apríl. Teljarinn er nú þegar búinn að sprengja 1000 heimsókna múrinn og telja fyrrum kollegar mínir á mbl.isað það sé nýtt brautarmet. Auk þess setti Aftonbladet undirskriftalista í gang þar sem skorað var á mig að halda blogginu áfram, en þessu sama blaði tókst einmitt að safna undirskriftum sem urðu til þess að Henke Larson mun leika með Svíum á EM í sumar.
Ég þakka þeim sem lásu og gangið á Guðs vegum um helgina.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?