<$BlogRSDURL$>

Monday, April 05, 2004

Dómarahneyksli
Það er ekkert minna en hneyksli að Biggi Olgeirs úr MÍ hafi ekki sigrað í söngkeppni framhaldsskólanna. Þó svo að Biggi sé sá eini af keppendunum sem hefur spilað golf með mér, þá get ég sagt af fullkomnu hlutleysi að hann var langbestur í þessari keppni. Hamrahlíð vann og ekki í fyrsta skipti, en ég held að ekki sé á neinn hallað þegar ég fullyrði að þær hafi verið með leiðinlegasta atriði keppninnar. Og hvaða aumingjadýrkun er það að verðlauna fólk fyrir að mæta í hópum í söngkeppni? Það er langmest pressa að standa einn á sviðinu og syngja, en ekki tvö, þrjú eða fleiri saman. Þá er áskorunin algerlega farin úr þessu. Í söngkeppni á fólk að standa eitt og yfirgefið á sviðinu, og reyna að kreysta fram lagvísi í gegnum svitaperlur, magafiðring og hnétitring. Af hverju mætti MH ekki bara með Hamrahlíðarkórinn eins og hann leggur sig? Bara svona til þess að gulltryggja þetta. Þessi dómnefnd er algerlega óhæf og ég trúi ekki öðru en að Arnar Eggert Moggamaður hafi sett Bigga í 1. sæti. Annars var þetta samansafn af menningarvitum plús einn bæjarstjóraræfill og kannski ekki við annari niðurstöðu að búast fyrst að MH bauð upp á trompetleikara með axlabönd.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?