<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 28, 2004

Fjölmiðlafrumvarpið
Þar sem annar hver maður í landinu hefur sagt skoðun sína á hinu yfirvofandi fjölmiðlafrumvarpi, þá er sennilega rétt að blogg fólksins leggi eitthvað af mörkum til umræðunnar, enda virðist þessi vefur stefna í að verða vettvangur heilbrigða skoðanaskipta, samanber öll commentin við síðustu færslu. Ekki get ég sagt að mér huggnist þetta fjölmiðlafrumvarp, enda ber það sterkan kratakeim. Samkeppnislög, samkeppnisstofnun og þess háttar afskipti ríkisvaldsins af frjálsum markaði, hafa hingað til verið ær og kýr sósíaldemókrata. Því er það stílbrot að hálfu Sjálfstæðisflokksins að taka þátt í þessu, ef hann vill á annað borð kalla sig hægri flokk. Það að Samfylkingin mótmæli manna hæst er einnig stílbrot á þeirra stefnu, enda hafa slíkar hömlur á frjálsum viðskiptum verið þeim hugleikin. Eins og réttilega var bent á af skríbentum VefÞjóðviljans í gær, þá hafa íslenskir fjölmiðlamenn ekki verið sérlega uppteknir af því að standa vörð um frelsi á Íslandi hingað til. En nú þegar þrengir að þeim sjálfum þá mæta þeir hver af öðrum í fjölmiðla og mega vart mæla fyrir hneykslan. Meira að segja Marshall aðstoðin, einkavinur Lúðvíks Bergvins og fyrrum frambjóðandi Samfylkingarinnar, er brjálaður yfir þessu fyrir hönd okkar blaðamanna.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?