Monday, April 26, 2004
Gert upp á milli knattspyrnumanna
Einhverra hluta vegna fer það óhemju mikið í taugarnar á mér þegar kosið er á milli knattspyrnumanna. Fyrir það fyrsta þá finnst mér nægilega erfitt að bera saman leikmenn sem leika ólíkar stöður á vellinum, til dæmis markmann og sóknarmann. Hvað á að leggja til grundvallar þegar metið er hvort er betri? Er mikilvægara að skora mark en að verja mark? Spyr sá sem ekki veit.
Hitt er enn flóknara þegar farið er út í að gera upp á milli knattspyrnumanna á ólíkum tímum. Fyrir skömmu völdu þeir Pele og Platini 125 bestu núlifandi knattspyrnumenn sögunnar fyrir FIFA. Útkoman var að mínu mati arfavitlaus og skartaði listinn leikmönnum sem vart eru hálfnaðir með sinn feril, á meðal gamlir heimsmeistarar hlutu ekki náð fyrir augum þeirra er að valinu stóðu. Og nú er búið að velja 50 bestu leikmenn allra tíma í Evrópu og 150 þúsund manns tóku þátt í kjörinu. Ekki kemur á óvart að leikmaður sem enn er að spila skyldi verða fyrir valinu; Zinedine Zidane. Hins vegar get ég ekki séð að hann sé betri en Platini var, svo bara sé tekinn fyrir annar Frakki. Ekki skil ég hvernig hægt sé að færa sannfærandi rök fyrir því að Zidane sé betri en George Best, Johan Cruyff, Eusebio, Di Stefano eða Puskas voru. Það er bara hallærislegt að vera að reyna að gera upp á milli manna með þessum hætti.
Ég þakka þeim sem lásu og megi Lárus Guðmundsson láta laga á sér skoltinn.
Góðar stundir.
Einhverra hluta vegna fer það óhemju mikið í taugarnar á mér þegar kosið er á milli knattspyrnumanna. Fyrir það fyrsta þá finnst mér nægilega erfitt að bera saman leikmenn sem leika ólíkar stöður á vellinum, til dæmis markmann og sóknarmann. Hvað á að leggja til grundvallar þegar metið er hvort er betri? Er mikilvægara að skora mark en að verja mark? Spyr sá sem ekki veit.
Hitt er enn flóknara þegar farið er út í að gera upp á milli knattspyrnumanna á ólíkum tímum. Fyrir skömmu völdu þeir Pele og Platini 125 bestu núlifandi knattspyrnumenn sögunnar fyrir FIFA. Útkoman var að mínu mati arfavitlaus og skartaði listinn leikmönnum sem vart eru hálfnaðir með sinn feril, á meðal gamlir heimsmeistarar hlutu ekki náð fyrir augum þeirra er að valinu stóðu. Og nú er búið að velja 50 bestu leikmenn allra tíma í Evrópu og 150 þúsund manns tóku þátt í kjörinu. Ekki kemur á óvart að leikmaður sem enn er að spila skyldi verða fyrir valinu; Zinedine Zidane. Hins vegar get ég ekki séð að hann sé betri en Platini var, svo bara sé tekinn fyrir annar Frakki. Ekki skil ég hvernig hægt sé að færa sannfærandi rök fyrir því að Zidane sé betri en George Best, Johan Cruyff, Eusebio, Di Stefano eða Puskas voru. Það er bara hallærislegt að vera að reyna að gera upp á milli manna með þessum hætti.
Ég þakka þeim sem lásu og megi Lárus Guðmundsson láta laga á sér skoltinn.
Góðar stundir.