<$BlogRSDURL$>

Sunday, April 25, 2004

Hljómsveitanöfn
Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér hljómsveitanöfnum undanfarið og hversu fljótur maður er að detta út úr því sem er að gerast í meikbransanum. Þegar maður er á framhaldsskólaaldri þá þekkir maður nöfnin á öllum hljómsveitum, burt séð frá því hvort maður er yfirleitt að hlusta á þær eða ekki. Núna þekkir maður einstaka hljómsveitir sem eru að slá í gegn, og kannast í besta falli við aðra hverja hljómsveit sem kemur til landsins. Og eftir því sem maður eldist þá fær maður minni og minni botn í nöfnin sem sveitirnar bera. Ég hef þó alltaf gaman af því þegar húmorinn í nafngiftinni er augljós, saman ber Róbert Hjálmtýsson kunningja minn sem kallar sig hljómsveitina ÉG. En þannig er þetta bara að maður fylgist minna með og ég er auðvitað ekki einn um þetta. Til að mynda hefði ég verið til búinn að borga fyrir það að verða vitni að því þegar bróðir minn Ásgeir Þór var í jólainnkaupum fyrir unglingsfrænda okkar. Hafði hann fengið fyrirmæli um nafn á hljómsveit sem á að vera gífurlega vinsæl. Líklega hefur verið fremur undarlegt risið á kappanum þegar hann fór búð úr búð og spurði um nýjustu afurð hljómsveitarinnar Puddle of mud !!!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?