<$BlogRSDURL$>

Friday, April 16, 2004

Köstin
Ég hitti mann um daginn sem ég kannaðist við í gegnum handboltann hér á árum áður. Hann spurði mig hvort ég væri hættur að kasta? Ég skyldi ekki alveg spurninguna en sennilega hefur hann dregið þá ályktun að ég væri hættur að hlaupa um á handboltavöllum. En til þess að hafa vaðið fyrir neðan mig þá svaraði ég því til að ég væri hættur að hreyfa mig um leið og ég kastaði, en að ég kastaði reglulega kveðju á fólk og kastaði stöku sinnum upp á sunnudögum. Hann gekk í burtu og hristi hausinn!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?