<$BlogRSDURL$>

Tuesday, April 20, 2004

Orrinn í Víkina
Samkvæmt nýjustu fréttum hefur dótturfyrirtæki Bakkavíkur keypt gamla Orrann ásamt þorsk og rækjukvóta. Þetta hljóta að vera gleðitíðindi fyrir Bolvíkinga og rennir vætanlega betri stoðum undir rekstur framleiðslunnar í Frystihúsinu. Síðuhaldari óskar Agga Ebba, Gumma Addíar og öðrum til hamingju með þetta. Þeir fiska sem róa sagði Einar afi gjarnan og geri ég þau orð hans nú að mínum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?