Wednesday, April 28, 2004
Síðuhaldari og rakakremið
Ég var í heimsókn hjá Einari Þór bróður mínum og Stig um daginn. Þar var einnig vinafólk Einars og eitthvað var verið að ræða málin í stofunni. Það er alltaf gaman að kjafta við Einar, þá fæ ég oft annan vinkil á málin heldur en þá sem blasa við mér. Einar er einnig þeim mikla kosti gæddur að hann er afskaplega hreinskilinn maður og segir það sem honum býr í brjósti. Ég kann vel að meta slíkt og þessi eiginleiki á sér sínar spaugilegu hliðar. Umræðan í stofunni barst einhverra hluta vegna að útlitsþáttum og yngingarmeðölum sem Einar er sérfræðingur í. Þegar við vorum að skiptast á reynslusögum þá segir spyr Einar mig furðu lostinn: Ha, Kristján, notarðu ekki rakakrem?....og kominn á þennan aldur!!! Þegar búið var að útskýra fyrir mér hvað rakakrem væri og notagildi þess, þá minntist ég þess reyndar að hafa séð Trausta Salvar frænda minn klína alls kyns þess háttar meiki í andlitið á sér. En það sem situr meira í mér er þetta með: og kominn á þennan aldur.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Ég var í heimsókn hjá Einari Þór bróður mínum og Stig um daginn. Þar var einnig vinafólk Einars og eitthvað var verið að ræða málin í stofunni. Það er alltaf gaman að kjafta við Einar, þá fæ ég oft annan vinkil á málin heldur en þá sem blasa við mér. Einar er einnig þeim mikla kosti gæddur að hann er afskaplega hreinskilinn maður og segir það sem honum býr í brjósti. Ég kann vel að meta slíkt og þessi eiginleiki á sér sínar spaugilegu hliðar. Umræðan í stofunni barst einhverra hluta vegna að útlitsþáttum og yngingarmeðölum sem Einar er sérfræðingur í. Þegar við vorum að skiptast á reynslusögum þá segir spyr Einar mig furðu lostinn: Ha, Kristján, notarðu ekki rakakrem?....og kominn á þennan aldur!!! Þegar búið var að útskýra fyrir mér hvað rakakrem væri og notagildi þess, þá minntist ég þess reyndar að hafa séð Trausta Salvar frænda minn klína alls kyns þess háttar meiki í andlitið á sér. En það sem situr meira í mér er þetta með: og kominn á þennan aldur.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.