Friday, April 02, 2004
Til varnar Hannesi part2
Þessi merkilega umræða um bók Hannesar hófst löngu áður en hann kláraði hana. Þá voru margir þess full vissir að hann ætlaði sér að skrifa þrjú bindi um rithöfundinn, í þeim tilgangi einum að gagnrýna hann fyrir að hafa verið sósíallista. Undravert að fólk geti komist að slíkri niðurstöðu áður en verkið er klárað hvað þá útgefið. Þegar fólk hafði lesið fyrsta bindið þá þagnaði þessi umræða að mestu. Þó var ég alveg rasandi bit þegar ég sá Guðnýju Halldórsdóttur í sjónvarpsfréttum segja að með bókinni væri Hannes að skopast að minningu föður síns. Ævintýralega heimskuleg niðurstaða, en miðað við baugana undir augum Guðnýjar þá hafði hún eytt einhverjum næturstundum við lestur bókarinnar, þó hún hafi raunar ekki sagst ætla að lesa hana.
Nú hafa óskilgreindir aðilar, sem kalla sig ættingja Halldórs Laxness, látið í það skína í fjölmiðlum að þeir hyggist kæra Hannes Hólmstein fyrir ritstuld úr verkum Halldórs. Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Þessir aðilar sem hafa lifað á hræinu, ætluðu fyrrum æðsta presti í Máli og Menningu að skrifa ævisögu Halldórs. Hefði hún væntanlega verið vel ritskoðuð og laus við óþarfa sannleik eins og stundum vill verða í slíkum ritum. Til að mynda hefði tæpast verið greint frá því í bókinni um Jón Sigurðsson, að hann hefði fengið kynsjúkdóm í Köben, ef nánir ættingjar hans hefðu ritskoðað bókina.
Þessir hópur sem kallar sig fjölskyldu Halldórs gerði sig einnig að fíflum síðastliðið haust, þegar þau létu banna öllum nema tveimur persónum aðgang að skjalasafni Halldórs. Hafði þjóðin staðið í þeirri trú að hver sem er gæti skoðað safnið þar sem Landsbókasafninu var gefið það við hátíðlega og hjartnæma athöfn fyrir nokkrum árum. Og hver var gefandinn, jú svei mér þá ef það var ekki fjölskylda Halldórs Kiljans Laxness. Með þeirri gjöf viðurkenndu þau endanlega að maðurinn væri opinber persóna, og því afar einkennilegt að reyna svo allt til þess að koma í veg fyrir að hver sem er geti skrifað bók um þessa opinberu persónu.
Verum hress með Helgu Kress.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Þessi merkilega umræða um bók Hannesar hófst löngu áður en hann kláraði hana. Þá voru margir þess full vissir að hann ætlaði sér að skrifa þrjú bindi um rithöfundinn, í þeim tilgangi einum að gagnrýna hann fyrir að hafa verið sósíallista. Undravert að fólk geti komist að slíkri niðurstöðu áður en verkið er klárað hvað þá útgefið. Þegar fólk hafði lesið fyrsta bindið þá þagnaði þessi umræða að mestu. Þó var ég alveg rasandi bit þegar ég sá Guðnýju Halldórsdóttur í sjónvarpsfréttum segja að með bókinni væri Hannes að skopast að minningu föður síns. Ævintýralega heimskuleg niðurstaða, en miðað við baugana undir augum Guðnýjar þá hafði hún eytt einhverjum næturstundum við lestur bókarinnar, þó hún hafi raunar ekki sagst ætla að lesa hana.
Nú hafa óskilgreindir aðilar, sem kalla sig ættingja Halldórs Laxness, látið í það skína í fjölmiðlum að þeir hyggist kæra Hannes Hólmstein fyrir ritstuld úr verkum Halldórs. Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Þessir aðilar sem hafa lifað á hræinu, ætluðu fyrrum æðsta presti í Máli og Menningu að skrifa ævisögu Halldórs. Hefði hún væntanlega verið vel ritskoðuð og laus við óþarfa sannleik eins og stundum vill verða í slíkum ritum. Til að mynda hefði tæpast verið greint frá því í bókinni um Jón Sigurðsson, að hann hefði fengið kynsjúkdóm í Köben, ef nánir ættingjar hans hefðu ritskoðað bókina.
Þessir hópur sem kallar sig fjölskyldu Halldórs gerði sig einnig að fíflum síðastliðið haust, þegar þau létu banna öllum nema tveimur persónum aðgang að skjalasafni Halldórs. Hafði þjóðin staðið í þeirri trú að hver sem er gæti skoðað safnið þar sem Landsbókasafninu var gefið það við hátíðlega og hjartnæma athöfn fyrir nokkrum árum. Og hver var gefandinn, jú svei mér þá ef það var ekki fjölskylda Halldórs Kiljans Laxness. Með þeirri gjöf viðurkenndu þau endanlega að maðurinn væri opinber persóna, og því afar einkennilegt að reyna svo allt til þess að koma í veg fyrir að hver sem er geti skrifað bók um þessa opinberu persónu.
Verum hress með Helgu Kress.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.