<$BlogRSDURL$>

Friday, April 02, 2004

Til varnar Hannesi part3
Í Fréttablaðinu í dag er frétt um Hannes Hólmstein Gissurarson og mynd af honum. Í fréttinni er greint frá því að nokkrir nemendur í Stjórnmálafræði hafi kvartað undan kennsluaðferðum Hannesar við yfirmenn í Félagsvísindadeildinni. Gott og vel, þetta má heita fréttnæmt að mínu mati. En þetta er hins vegar enn eitt dæmið um það hvernig Hannes er fréttnæmari en annað fólk í þessu landi. Því Fréttablaðið hefur ekki minnst á það einu orði að það er nánast árlegur viðburður í Stjórnmálafræðinni að einhver kennari sé kærður eða undan honum kvartað. Til að mynda voru lokapróf eins kennarans kærð tvö ár í röð án þess að skrifuð væri frétt um það. Þetta er því alls ekki í fyrsta skipti sem nemendur í deildinni hafa einhverjar meiningar um það hvernig hlutirnir séu framkvæmdir og hvernig þeir ættu að vera. Ég verð þó að segja Fréttablaðinu til hrós að þau birtu fyrr á árinu frétt þess efnis að Hannes hefði verið kosinn besti kennari vetrarins af nemendum í stjórnmálafræði á árshátíð félags stjórnmálafræðinema. Þannig að í fréttaflóðinu um Hannes þá eru alltaf einhverjar jákvæðar innan um.

Verum hress með Helgu Kress um helgina.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?