<$BlogRSDURL$>

Monday, May 17, 2004

Júróvísa
Horfði á Júróvísu á laugardaginn eins og svo margir aðrir. Keppnin hefur nú oft verið fyndnari en framlag Makedóna stóð þó fyrir sínu, sérstaklega byrjunaratriðið. Jón Jósep kláraði sitt atriði ágætlega og hélt lagi í erfiðu tónunum í lokin. Hins vegar virðist eitthvað hafa skort á landamæratengsl við Balkanskagann í atkvæðagreiðslunni. Spurning hvort við ættum að setja á laggirnar söngvakeppni eyríkja.

Hinn kosturinn er að senda Stormskerið aftur í keppnina en ég tel ekki fullreynt með hann í þessari keppni. Sá reyndar skelfilega illa unna heimildarmynd um meistarann á dögunum og er hún þessum Jónasi Knútssyni höfundi hennar ekki til mikils sóma. Enda hefur það komið á daginn hjá tveimur viðmælendum hans að viðtöl við þá voru sundurklippt til þess að láta Skerið koma illa út. En sem betur fer gerði Jón Vansæll þátt um Skerið í Sjálfstæðu fólki í fyrra, og var það mun skemmtilegra og hlutlausara sjónvarpsefni.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?