<$BlogRSDURL$>

Monday, May 10, 2004

Landsbandadeildin #2
Þá eru það liðin í næstu þremur sætum:
4. Keflavík
5. Grindavík
6. KA

Rökstuðningur:
KA liðið hefur haft baráttuna og viljann til þess að hreiðra um sig í efstu deild. Mér finnst þeir líklegir til þess að vera fyrir ofan fallsvæðið. En til þess þurfa þeir að safna stigum á heimavelli og lykilmenn á borð við Dean Martin, Jóhann Þórhalls og Atli Sveinn Þórarinsson verða að eiga gott tímabil.

Grindavík er með nægilega sterkt byrjunarlið til þess að vera í efri hlutanum. Hins vegar er breiddin mjög lítil þetta tímabilið og því mega þeir ekki við neinum áföllum. Sóknarleikurinn stendur og fellur með Grétari Hjartar sem er líklegur til þess að skila um 10 deildarmörkum miðað við vorleikina. Ef þeir verða óheppnir með meiðsli og leikbönn þá verða þeir í fallbaráttu. Þekki Zeljko þjálfara þeirra og hann er mjög hæfur og gæti komið með nýjunar í leik liðsins.

Keflavík verða spútnikliðið í ár, en þrátt fyrir að vera nýliðar þá gera flestir sér grein fyrir því hvað þeir eru með sterkan hóp. Jankovic er örugglega góður þjálfari og liðið spilaði vel í fyrra. Ég á ekki von á því að þeir geri atlögu að titlinum en þeir geta unnið hvaða lið sem er. Mikið af hæfileikaríkum strákum í liðinu sem ég er spenntur að fylgjast með eins og Hörður Sveins og Magnús Þorsteins.

Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?