<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 04, 2004

Éljasamt inn til landsins
Það snjóar í borg óttans í þessum skrifuðu orðum. Snjókoma utandyra og Aðferðafræði innandyra. Lífið gerist ekki mikið sveittara en þetta. Að loknu Aðferðafræðiprófinu á föstudag mun ég kynna stefnumótun mína um tölustafalaust menntakerfi sem ber nafnið "Ekki reikna með mér." Megin markmið þess er að forða heilbrigðu fólki frá óþarfa stærðfræði og þessa háttar heilabrotum. Áhugasömum um stærðfræði verður væntanlega ekki bjargað úr þessu og þeim verður heimilt að velja sér Aðferðafræði og önnur leiðindi ef þeim sýnist svo. Varðandi sjálfan mig þá tel ég mig hafa toppað of snemma í stærðfræði. Allar götur síðan að ég fékk 10 í stærðfræði hjá Betu í 4. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur hefur reikningsleiðin legið hægt en örugglega niður á við.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?