<$BlogRSDURL$>

Monday, May 17, 2004

Miðnæturhugvekjur Magnúsar
Ég spyr hvað í himinháu helvíti hefur forsætisráðherra sem árlega sýgur milljónir útúr ríkiskassa Íslands í laun, er nýbúinn að setja sjálfur lög þannig að hann geti drepist sæll og glaður, spikfeitur og forríkur á kostnað þjóðarinnar; - hvaða efni hefur þessi maður á að ybba gogg og neita að mæta fyrir þingnefnd þó það sé helgi?
Magnús Þór Hafsteinsson Alþingismaður á málefnin.com þann 9. maí 2004 klukkan 24:34.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir þjóðmálaumræðu í landinu að Magnús Þór Hafsteinsson skuli vera búinn að endurvekja miðnæturpistla sína á spjallrásinni á málefnin.com. Eitthvað breytti hann um stíl á tímabili og hætti að skrifa á nóttunni, í kjölfar þess að einhverjum viðkvæmum sálum þótti ekki tilhlýðilegt að Magnús segðist á spjallinu vilja sprengja Forseta Alþingis í loft upp. Miðað við skrifin hér að ofan þá virðist þessi fyrrum hlutlausi fréttamaður nú vera kominn í miðnæturgírinn á nýjan leik.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?