Thursday, May 27, 2004
Mun Töfting láta finna fyrir sér á EM?
Ekki er öll nótt úti enn varðandi endurkomu Stig Töfting í danska landsliðið. Samkvæmt Mbl í dag þá er líklegt að Töfting verði valinn í EM-hópinn vegna meiðslavandræða á meðal danskra miðjumanna. Það myndi gera keppnina mun skemmtilegri ef Töfting verður með enda algerlega óútreiknanlegur geðsjúklingur. Danir geta því teflt fram einhverju óhugnanlegasta miðjumannapari sögunnar síðan ég og Jón Steinar vorum í 3. flokki, þ.e. Gravesen og Töfting, sem þeir gerðu reyndar á HM 2002. Töfting er víst að spila í Danmörku núna eftir fangelsisvist en það var einhver þjónn að pirra hann og fékk á kjammann fyrir vikið. Gaman væri að heyra frá Hjalta Þór Vignissyni fréttaritara bloggs fólksins í Baunalandinu, um hvernig hugsanleg endurkoma Töfting leggist í Danann.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Ekki er öll nótt úti enn varðandi endurkomu Stig Töfting í danska landsliðið. Samkvæmt Mbl í dag þá er líklegt að Töfting verði valinn í EM-hópinn vegna meiðslavandræða á meðal danskra miðjumanna. Það myndi gera keppnina mun skemmtilegri ef Töfting verður með enda algerlega óútreiknanlegur geðsjúklingur. Danir geta því teflt fram einhverju óhugnanlegasta miðjumannapari sögunnar síðan ég og Jón Steinar vorum í 3. flokki, þ.e. Gravesen og Töfting, sem þeir gerðu reyndar á HM 2002. Töfting er víst að spila í Danmörku núna eftir fangelsisvist en það var einhver þjónn að pirra hann og fékk á kjammann fyrir vikið. Gaman væri að heyra frá Hjalta Þór Vignissyni fréttaritara bloggs fólksins í Baunalandinu, um hvernig hugsanleg endurkoma Töfting leggist í Danann.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.