<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 19, 2004

Pálmi Gests og Bolunga(r)víkin
Pálmi Gestsson frændi minn hefur löngum verið einn helsti ambassador okkar Bolvíkinga í borg óttans. Ég var að lesa athyglisverða grein eftir hann á Víkara þar sem hann fjallar um hvort nafn staðarins sé Bolungavík eða Bolungarvík. Þetta er áhugavert lesefni fyrir Bolvíkinga og áhugafólk um málfar.

Ég man eftir einni skemmtilegri sögu sem Pálmi sagði einhvern tíma og læt hana fylgja með. Eftir að Pálmi var orðinn nafntogaður leikari og farinn að verja flestum stundum sínum í Þjóðleikhúsinu, þá skaust hann einhverju sinni heim til Bolungarvíkur með litlum fyrirvara til að heimsækja ættingja og vini. Er hann kom í bæinn fór hann strax að heimsækja afa sinn og ömmu, Sigurgeir og Möggu, sem ekki vissu af honum í bænum. Er Pálmi heilsaði upp á þau var það fyrsta sem Sigurgeir sagði; "Nei Pálmi minn ert þú hér. Hver er þá að gretta sig fyrir sunnan?"
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?