Monday, May 24, 2004
Raggi í liði ársins í Frakklandi
Raggi Óskars var valinn í lið ársins í Frakklandi af þjálfurum og leikmönnum deildarinnar eftir frábært tímabil með Dunkerque. Á þeim fjórum tímabilum sem Raggi hefur leikið með liðinu hefur hann þrisvar verið miðjumaður ársins, en hann missti af einu tímabilinu vegna meiðsla. Valið fer þannig fram að landsliðsþjálfari Frakka á hverjum tíma, velur þrjá bestu menn í hverri stöðu og síðan velja leikmenn og þjálfarar hið endanlega lið ársins. Það eru engir slordónar með Ragga í liði ársins: fyrrum heimsmeistarar Frakka; Gueric Kervadec, Stéphane Stoecklin og Gregory Anquetil. Einnig aðal markvörður Frakka Thierry Omeyer og efnilegasti leikmaður þeirra Nikola Karabatic. Blogg fólksins óskar krulla til hamingju.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Raggi Óskars var valinn í lið ársins í Frakklandi af þjálfurum og leikmönnum deildarinnar eftir frábært tímabil með Dunkerque. Á þeim fjórum tímabilum sem Raggi hefur leikið með liðinu hefur hann þrisvar verið miðjumaður ársins, en hann missti af einu tímabilinu vegna meiðsla. Valið fer þannig fram að landsliðsþjálfari Frakka á hverjum tíma, velur þrjá bestu menn í hverri stöðu og síðan velja leikmenn og þjálfarar hið endanlega lið ársins. Það eru engir slordónar með Ragga í liði ársins: fyrrum heimsmeistarar Frakka; Gueric Kervadec, Stéphane Stoecklin og Gregory Anquetil. Einnig aðal markvörður Frakka Thierry Omeyer og efnilegasti leikmaður þeirra Nikola Karabatic. Blogg fólksins óskar krulla til hamingju.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.