<$BlogRSDURL$>

Thursday, May 06, 2004

Spá fyrir Landsbankadeildina #1
Ég ætla að spá fyrir um niðurstöðuna í Landsbankadeild karla í sumar í þremur færslum. Fyrst verða fjögur neðstu liðin birt, svo næstu þrjú og loks þrjú efstu. Svona lítur spáin út fyrir neðstu sætin.

7. KR
8. ÍBV
9. Víkingur
10. Fram

Rökstuðningur:
Framarar hafa verið við það að falla undanfarin ár og það gæti orðið þeirra hlutskipti í ár. Ágætlega mannaðir en breytingar á milli ára eru sennilega of miklar núna, þó Ríkharður og Makan séu góðir. Auk þess skortir stemningu í félagið og í kringum liðið.

Víkingar þurfa að sanna sig í sumar, fáir þeirra leikmanna hafa reynslu úr deildinni. Eiga athyglisverða leikmenn eins og Daníel Hafliða, Daníel Hjalta, Stefán Örn og svo nokkra unga KR-inga. Siggi Jóns er góður þjálfari en hann þarf að kokka eitthvað sérstakt til þess að þetta lið haldi sér uppi.

Miklar breytingar hjá ÍBV liðinu. Hjalti og Ingi eru hættir, Einar Þór og Jón Skapta komnir í staðinn. Lykilmenn eins og Steingrímur og Birkir eru á síðasta snúningi og ég held að liðinu skorti breidd til þess að halda almennilegu dampi. Verða sterkir heima og munu halda sér uppi. Vona að Pétur Run fái eitthvað að spila.

Sennilega eru margir hissa á því að ég spái mínum mönnum í KR fallbaráttusæti. En það er einfaldlega það sem mér sýnist blasa við. Liðið er eins og höfuðlaus her eftir að Móði hætti og sárvantar nýjan leiðtoga. Titillinn í fyrra var tryggður með einstaklingsframtaki örfárra manna og lélegri frammistöðu annara liða. Breiddin er ekki sú sama og áður og ungir leikmenn fá ekki tækifæri nema í vorleikjum enda eru margir þeirra farnir í önnur lið. Veigar, Einar Þór, Þórhallur og Sigursteinn eru farnir, auk þess sem Sigurvin leikur ekki næstu tvo mánuðina. Arnar og Bjarki eru spurningarmerki, bati Hilmars Björnssonar gengur hægt og þannig mætti lengi telja. Jákvætt að fá Bjarna Þorsteins, Sigmund frá Hollandi og ljósið í myrkrinu er að G. Ben er byrjaður að æfa aftur.

Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?