Tuesday, May 18, 2004
Syðridalsvöllur vekur verðskuldaða athygli
Vinur minn Baldur Smári tjáði mér að fjallað væri um Syðridalsvöll Golfklúbbs Bolungarvíkur í nýjasta hefti tímaritsins Golf á Íslandi sem GSÍ gefur út. Blaðinu er dreift til meðlima í öllum golfklúbbum landsins, þannig að þetta ætti að vera góð auglýsing fyrir völlinn og klúbbinn. Miðað við þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa á (á)standi vallarins þá er þessi athygli verðskulduð. Nú þarf að markaðssetja hann frekar sem alvöru strandvöll (links) og skapa honum þannig ákveðna sérstöðu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Vinur minn Baldur Smári tjáði mér að fjallað væri um Syðridalsvöll Golfklúbbs Bolungarvíkur í nýjasta hefti tímaritsins Golf á Íslandi sem GSÍ gefur út. Blaðinu er dreift til meðlima í öllum golfklúbbum landsins, þannig að þetta ætti að vera góð auglýsing fyrir völlinn og klúbbinn. Miðað við þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa á (á)standi vallarins þá er þessi athygli verðskulduð. Nú þarf að markaðssetja hann frekar sem alvöru strandvöll (links) og skapa honum þannig ákveðna sérstöðu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.