Wednesday, May 05, 2004
There's only one Maradona
Argentíska undrabarnið Diego Armando Maradona er skemmtilegur karakter. Hann mun víst vera orðinn spítalamatur á ný samkvæmt erlendum fréttamiðlum. Hann lá á spítala á milli heims og helju í nokkra daga, sleit sig þá lausann úr prísundinni og fór beint út á golfvöll þar sem paparazzar (Dóri Sveinbjörns og fleiri) ljósmynduðu hann í bak og fyrir. Það eru innan við tólf dagar síðan hann útskrifaði sjálfan sig af spítalanum. Kappinn hefur lifað hratt og hátt og verður tæplega langlífur, enda hefur hann lengið verið hallur undir Bakkus og þaðan af verri anda. Eitt af hans furðulegustu uppátækjum (og er þar af nógu að taka) var að skella sér í afeitrun til Kúbu, en þar mun vera hægt að hrasa um ýmsar freistingar þegar kemur að eiturlyfjum samkvæmt heimildum síðuhaldara. Maradona taldi að Fidel Kastró myndi koma hlaupandi um leið og hann myndi lenda á flugvellinum af því að hann er með Che Guevara tattú á skrokknum á sér.
Það mun víst vera til sérstök Maradona kirkja í Argentínu þar sem meðlimir leggja stund á sérstök trúarbrögð tengd hans persónu. Einhverjir Íslendingar eru þar skráðir og kæmi mér ekki á óvart ef ÍR-ingurinn Robbi Hjálmtýs kunningi minn væri þeirra á meðal. En hann notar yfirleitt nafnorðið Maradona sem lýsingarorð um þá sem honum finnst skara fram úr í einhverju. Ég hef alltaf haft gaman af óvenjulegum karakterum sem skera sig úr hópnum með undarlegri hegðun, eins og Maradana, Georgie Best, Tyson, Rodman og Finna Jóhanns.
Ég gleymi aldrei þegar ég sat 9 ára gamall fyrir framan sjónvarpið og sá Maradona sóla sex landsliðsmenn Englendinga og skora í 8 liða úrslitum á HM í Mexíkó 86. Þá ákvað ég að ég ætlaði líka að verða feitur þegar ég yrði stór.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Argentíska undrabarnið Diego Armando Maradona er skemmtilegur karakter. Hann mun víst vera orðinn spítalamatur á ný samkvæmt erlendum fréttamiðlum. Hann lá á spítala á milli heims og helju í nokkra daga, sleit sig þá lausann úr prísundinni og fór beint út á golfvöll þar sem paparazzar (Dóri Sveinbjörns og fleiri) ljósmynduðu hann í bak og fyrir. Það eru innan við tólf dagar síðan hann útskrifaði sjálfan sig af spítalanum. Kappinn hefur lifað hratt og hátt og verður tæplega langlífur, enda hefur hann lengið verið hallur undir Bakkus og þaðan af verri anda. Eitt af hans furðulegustu uppátækjum (og er þar af nógu að taka) var að skella sér í afeitrun til Kúbu, en þar mun vera hægt að hrasa um ýmsar freistingar þegar kemur að eiturlyfjum samkvæmt heimildum síðuhaldara. Maradona taldi að Fidel Kastró myndi koma hlaupandi um leið og hann myndi lenda á flugvellinum af því að hann er með Che Guevara tattú á skrokknum á sér.
Það mun víst vera til sérstök Maradona kirkja í Argentínu þar sem meðlimir leggja stund á sérstök trúarbrögð tengd hans persónu. Einhverjir Íslendingar eru þar skráðir og kæmi mér ekki á óvart ef ÍR-ingurinn Robbi Hjálmtýs kunningi minn væri þeirra á meðal. En hann notar yfirleitt nafnorðið Maradona sem lýsingarorð um þá sem honum finnst skara fram úr í einhverju. Ég hef alltaf haft gaman af óvenjulegum karakterum sem skera sig úr hópnum með undarlegri hegðun, eins og Maradana, Georgie Best, Tyson, Rodman og Finna Jóhanns.
Ég gleymi aldrei þegar ég sat 9 ára gamall fyrir framan sjónvarpið og sá Maradona sóla sex landsliðsmenn Englendinga og skora í 8 liða úrslitum á HM í Mexíkó 86. Þá ákvað ég að ég ætlaði líka að verða feitur þegar ég yrði stór.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.