Tuesday, May 11, 2004
Varamanni skipt inn á
Samfylkingin skipti inn á varamanni á dögunum, er Ingibjörg Sólrún tók sæti Guðrúnar Ögmunds (sambýliskonu Halla Pé) á Alþingi. Dag einn sást Guðrún hakka í sig gúllasið í hádeginu í mötuneyti þingsins og um kaffileytið sáust hún og Ingibjörg fara í reyk. Að loknum þeim vinnudegi var tilkynnt að Guðrún hefði veikst af salmonellu. Gott og vel, Guðrún fór sem sagt heim með skitu. En ekki er hægt að segja að henni hafi orðið mjög brátt í brók, því þingmönnum var tjáð að veikindin væru rakin til ferðar hennar í Azerbaijan. Guðrún mun hafa verið þar stödd í október síðastliðinn, og því virðist líkamsstarfssemi hennar ekki eiga sér hliðstæðu. Einhverra hluta vegna hafa þeir fjölmiðlar, sem gjarnan berja sér á brjóst fyrir að veita stjórnmálamönnum aðhald, ekki sýnt þessu máli mikinn áhuga.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Samfylkingin skipti inn á varamanni á dögunum, er Ingibjörg Sólrún tók sæti Guðrúnar Ögmunds (sambýliskonu Halla Pé) á Alþingi. Dag einn sást Guðrún hakka í sig gúllasið í hádeginu í mötuneyti þingsins og um kaffileytið sáust hún og Ingibjörg fara í reyk. Að loknum þeim vinnudegi var tilkynnt að Guðrún hefði veikst af salmonellu. Gott og vel, Guðrún fór sem sagt heim með skitu. En ekki er hægt að segja að henni hafi orðið mjög brátt í brók, því þingmönnum var tjáð að veikindin væru rakin til ferðar hennar í Azerbaijan. Guðrún mun hafa verið þar stödd í október síðastliðinn, og því virðist líkamsstarfssemi hennar ekki eiga sér hliðstæðu. Einhverra hluta vegna hafa þeir fjölmiðlar, sem gjarnan berja sér á brjóst fyrir að veita stjórnmálamönnum aðhald, ekki sýnt þessu máli mikinn áhuga.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.