<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 12, 2004

X-Baldur
Í dag bættist Baldur nokkur Ágústsson í fríðan flokk forsetaframbjóðenda. Þessar kosningar stefna í að verða bráðskemmtilegar. Þrátt fyrir að Ástþór sé skemmtilegur, og þessi Baldur lofi óneitanlega góðu þá finnst mér samt sem áður Snorri listamaður skara fram úr. Reyndar hefur lítið heyrst frá honum undanfarið en ég geri ráð fyrir að Mogginn eigi eftir að koma með greinaflokka um hann eins og forsetaframbjóðandann Ólaf Ragnar Grímsson. Ástþór passar nú upp á að allir frambjóðendur fái jafna umfjöllun.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?