<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 01, 2004

Besta lykt...
Íslenskir Júgóslavar og aðrir Pólverjar hafa gjarnan vakið athygli mína er þeir spreyta sig á hinu ástkæra ylhýra. Fátt er skemmtilegra en að heyra ranga íslensku talaða í sjónvarpi. Mér finnst ekkert að því að hlæja að þessu, sjálfum finnst mér að aðrir eigi að hafa gaman af því að heyra mig tala dönsku, frönsku, þýsku og spænsku sem ég geri aldrei, vel að merkja. Uppáhaldssetning mín um þessar mundir er innlegg Sinisa Valdimar Kekic í Sýnarauglýsingunni fyrir Landsbankadeildina. Hún er eitthvað á þessa leið "Þetta er besta lykt fyrir mig" (og þefar af leðurtuðru). Þessi mun fara í flokk með nokkrum af mínum eftirlætis Júggasetningum, og hér gefur að líta sýnishorn:
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

"Mmmmmmmm, KR spila vel, spila vel, spila vel." (Mikki Bibercic eftir þrennu gegn ÍA)
"Þetta er góður deildur þessi Landssímadeildur." (Lúkas Kostic þáverandi þjálfari nýliða Grindavíkur)
"Í Grindavík við ekki spila góður leikur en við vinna leikur. Í dag við spila góður leikur en við tapa leikur." (Goran Kristófer Micic þáverandi þjálfari Stjörnunnar)
"Ríkhardur er gódur leikmadur, og Þormódur og Gúmmí Ben." (Lúkas Kostic þáverandi þjálfari KR)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?