<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 15, 2004

Helgi kemur auga á klíkuskap
Ummæli Helga Hjörvars hafa valdið einhverjum titringi, þar sem hann sagðist sjá klíkumyndun í Ráðhúsinu hjá félögum sínum í R-listanum. Ég held nú reyndar að Helgi hafi nú ekki ætlað sér að koma höggi á R-listann heldur hefur hann sennilega verið að reyna að setja þrýsting á Þórólf að ákveða hvort hann verði frambjóðandi eða ekki. Samt nokkuð fast skotið að tala um klíku, en Steinunn Valdís skaut nú reyndar nokkuð fast til baka. Hún talaði um að nú væri meiri valddreifing og meira samstarf en áður þegar ISG var borgarstýra, en Helgi var þá forseti borgarstjórnar ef ég man þetta rétt.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?