Tuesday, June 01, 2004
Hræringar
Miklar hræringar eru nú í gangi í þjálfaramálum knattspyrnuliða. Liverpool er að leita, Juventus, Bayern og Real búin að skipta og auk þess er talið að Monaco, Porto og Valencia muni missa sína stjóra. Einhverra hluta vegna virðist þó ekkert hafa verið komið að máli við Guðjón Þórðarson vegna þessara starfa, og er hann furðu lostinn samkvæmt heimildum bloggs fólksins. Nýjustu tíðindin í þessum efnum eru þau að Ranieri er orðinn atvinnulaus. En hann verður það varla lengi, því heyrst hefur að hann hafi fengið fjölmörg tilboð um að gerast enskukennari.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Miklar hræringar eru nú í gangi í þjálfaramálum knattspyrnuliða. Liverpool er að leita, Juventus, Bayern og Real búin að skipta og auk þess er talið að Monaco, Porto og Valencia muni missa sína stjóra. Einhverra hluta vegna virðist þó ekkert hafa verið komið að máli við Guðjón Þórðarson vegna þessara starfa, og er hann furðu lostinn samkvæmt heimildum bloggs fólksins. Nýjustu tíðindin í þessum efnum eru þau að Ranieri er orðinn atvinnulaus. En hann verður það varla lengi, því heyrst hefur að hann hafi fengið fjölmörg tilboð um að gerast enskukennari.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.