<$BlogRSDURL$>

Monday, June 07, 2004

Hve glöð er vor æska
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur gamall félagi minn, Valdimar Víðisson verið ráðinn skólastjóri í Grunnskólanum á Grenivík. Þetta þykir víst tíðindum sæta norðan heiða, þar sem maðurinn er einungis 26 ára og nýskriðinn úr kennaranámi. Þetta kemur mér hins vegar ekkert á óvart, þar sem Valdi hafði sagt mér að hann myndi hafa takmarkaðann áhuga á því að vera óbreyttur kennari einhvers staðar, heldur yrði hann að verða skólastjóri sem fyrst. Annað væri honum ekki bjóðandi vegna þess að í beinum karllegg hans væri samansafn af mönnum sem hefðu orðið skipstjórar innan við tvítugt. Valdimar kenndi reyndar systursyni mínum í Grunnskólanum á Álftanesi í fyrravetur. Er ég spurðist fyrir um kennsluvenjur kappans þá sagði frændi minn mér að í ensku væru þau látin lesa um Elvis og í íslensku væru þau látin lesa um Ragga Bjarna. Blogg fólksins óskar Valda til hamingju með starfið.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?