<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 02, 2004

Smásaga um stjórnmálafræðinema framtíðarinnar
Matthías Berg Pétursson kemur að máli við stjórnmálafræðinginn föður sinn. Tilefnið er að Matthías er að koma heim úr fyrsta degi sínum í háskólanámi, en hann er að byrja í stjórnmálafræði við HÍ árið 2030. Pétur faðir hans spyr hverjir séu að kenna honum og Matthías svarar: Hjalti Þór Vignisson er að kenna mér Smáríkjakúrs, Gunnar Sigurðsson kennir mér Opinbera stjórnsýslu, Kolbeinn Marteinsson er að kenna mér Evrópusamvinnu og Vésteinn Ingibergsson er að kenna mér Aðferðafræði I. Þekkirðu þessa menn pabbi? Já Já þetta voru allt þekktar fyllibyttur þegar ég var í þessu, en þeir eru nú allir búnir að fara í meðferð núna, svarar Pétur. En Gunnar Valþórsson og Kristján Jónsson, eru þeir ekkert að kenna þér? Jú, Gunnar Valþórs kennir mér tónmennt og Kristján kennir mér íþróttir, en það eru nú bara valfög. Af hverju spyrðu pabbi, eru þeir stjórnmálafræðingar?

Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?