<$BlogRSDURL$>

Friday, July 16, 2004

Gummi Björns í sviðsljósinu
Ég missti því miður af því þegar góðvinur minn Guðmundur Halldór Björnsson mætti á Stöð2 á dögunum og jós visku sinni yfir blásaklausa áhorfendur. Mér skilst að hann hafi komist vel frá þessu en hafi verið nokkuð stressaður, en þeir sem þekkja G. Bjöss vita að hann getur orðið skemmtilega stressaður þegar tilefni er til. Ég frétti að þessi Þórey þarna sumarafleysingaeitthvað (sem vel að merkja er vart talandi á sitt eigið móðurmál og kýs að starfa í sjónvarpi) hafi baunað því á Gumma að hann væri tengdasonur flokksformannsins og því illdómbær á stöðuna innan flokksins. Ég velti því fyrir mér hvort það sé eitthvað sem þurfi endilega að koma fram í umræðum sem þessum, en kannski hefur henni bara legið svona á að athuga hvort Gummi væri frátekinn. Maður spyr sig.  
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?