<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 27, 2004

Hrafninn og heljarmennið
DV birtir ekki bara nýjar kjaftasögur heldur einnig gamlar. Fyrir nokkrum vikum síðan dustuðu þeir rykið af 20 ára gamalli vestfirskri þjóðsögu og slógu því upp sem frétt að strandamaðurinn Óskar de la Kristinsson hefði hefði gefið kvikmyndagerðamanninum Hrafni Gunnlaugssyni vel úti látið kjaftshögg. Frá þessu hefur svo sem verið greint áður á prenti en þetta mun hafa atvikast þannig að Hrafninn var eitthvað aðeins að skemmta sér norður á ströndum þar sem hann var að taka upp einhverja myndina snemma á níunda áratugnum. Fannst Óskari Krummi vera full kumpánlegur við innfæddar pysjur og svæfði hann hið snarasta. Frásögn Hrafns er hann kom aftur á malbikið var víst stórmerkileg, en hann mun hafa sagt frá því að hann hafi í sakleysi sínu átt leið fram hjá dansleik þegar eitthvert heljarmennið hefði ráðist að sér að tilefnislausu og heilsað sér að sjómannasið. Hafi maðurinn verið minnst 2 og hálfur meter, æti járn í morgunverð og skyti hlekkjum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?