Friday, July 23, 2004
Sé inn í aðra vídd
Til upprifjunnar þá spáði ég á þessum frjálsa fjölmiðli í maí að Fram myndi hafna í 10. sæti Landsbankadeildarinnar og KR í því 7. Nú þegar rúmur þriðjungur er eftir af mótinu eru Framarar verðskuldað í neðsta sæti enda arfaslakir. Fyrir þá sem vilja reyna að sjá skemmtilegar hliðar á spilamennsku Fram ættu að gefa færeyska varnarmanninum Frodo gaum. Hann er ævintýralega lélegur og álíka þungur á sér og Steve Bruce á fimmtugsaldri. KR-ingar hafa unnið 3 deildarleiki af fyrstu 11 og ekki útlit fyrir annað en fallbaráttu á þeim bæ. Ef Pétur Pé væri þjálfari KR þá væri búið að reka hann en Willum virðist vera friðuð tegund enda í útrýmingarhættu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Til upprifjunnar þá spáði ég á þessum frjálsa fjölmiðli í maí að Fram myndi hafna í 10. sæti Landsbankadeildarinnar og KR í því 7. Nú þegar rúmur þriðjungur er eftir af mótinu eru Framarar verðskuldað í neðsta sæti enda arfaslakir. Fyrir þá sem vilja reyna að sjá skemmtilegar hliðar á spilamennsku Fram ættu að gefa færeyska varnarmanninum Frodo gaum. Hann er ævintýralega lélegur og álíka þungur á sér og Steve Bruce á fimmtugsaldri. KR-ingar hafa unnið 3 deildarleiki af fyrstu 11 og ekki útlit fyrir annað en fallbaráttu á þeim bæ. Ef Pétur Pé væri þjálfari KR þá væri búið að reka hann en Willum virðist vera friðuð tegund enda í útrýmingarhættu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.