<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 24, 2004

Frægir í Frakklandi
Gætum við Vestfirðingar orðið frægari í Frakklandi en við erum í dag? Ég held ekki. Samkvæmt fréttum er Nói albínói á hvers manns vörum í Frakklandi, og hún var jú tekin upp að mestu leyti í Bolungarvík en einnig á Flateyri, Þingeyri og Ísafirði ef ég man þetta rétt. Nú í vetur kom frétt um að mynd af Ósvör væri á hverri einustu lestarstöð í París. Myndin var reyndar aðallega af norðurljósum sem sáust vel á myndinni en það er óþarfi að hengja sig í smáatriðin. Til þess að undirstrika þessa áðurnefndu vinsældir Vestfirðinga í Frakklandi þá birti BB vefurinn frétt í dag þess efnis að fugl frá Dýrafirði hefði sést spígspora um grundir Frakklands. Reiknað er með yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu á hverri stundu vegna málsins. Erum við að meika það eða hvað?
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?