<$BlogRSDURL$>

Friday, August 06, 2004

Fylkismenn sáttir
Ég sá viðtal hjá Dolla við Val Fannar hjá Fylki á RÚV. Valur virðist vera jafn leiðinlegur utan vallar og hann er innan vallar en reyndar var viðtalið tekið strax eftir að þeir duttu út úr bikarnum. Ég hjó eftir því að Valur sagðist ekki vera ósáttur við gengi Fylkis að undanförnu og að fjölmiðlamenn hefðu búið það til að liðið væri í krísu. Vegna þessa kíkti ég á úrslit síðustu leikja hjá Fylki og þeir hafa í síðustu fimm deildarleikjum tapað tveimur og gert þrjú jafntefli. Þrír af þessum leikjum voru heimaleikir og svo duttu þeir út úr bikar á heimavelli í gærkveldi. Ekki finnst mér metnaðurinn vera mikill í Árbænum ef þetta er ásættanlegt gengi hjá þessum mannskap.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?