<$BlogRSDURL$>

Monday, August 30, 2004

Klám-/spennumynd
Ég heyrði gasalega skemmtilega frétt í útvarpinu í dag. Þannig er mál með vexti að norskum fangelsisyfirvöldum þótti upplagt að gefa einum dæmdum glæpamanni þar í landi helgarfrí frá svartholinu til þess að heimsækja foreldra sína. Hafði það vitaskuld enginn áhrif á þá ákvörðun að maðurinn er forsprakki Bandidos-gengisins í Noregi, en sem kunnugt er þá er heiðarleiki þeirra félagsmanna á svipuðu plani og hjá Dalton bræðrunum, Bjarnabófunum og Bjöggalingunum. Í foreldraheimsókn sinni tókst manninum að ræna peningaflutningabíl á einhverri bryggju ásamt Nýnasista og þriðja manni sem ákvað að leggja á flótta er lögreglu bar að garði...sjóleiðina! Ekki er allt búið enn. Fjölmiðlum til happs var heiðarlegur góðborgari nærstaddur enda búsettur í nágrenninu. Var hann upptekinn við vinnu sína, sem er klámmyndagerð og þar sem hann var með myndavélina í gangi þá beindi hann henni að atburðunum eftir að hafa heyrt fjóra skothvelli. Maðurinn sem um ræðir heitir Thomas "Rocco" Hansen og kannast síðuhaldari að sjálfsögðu ekkert við hann, en kannski að einhver lesandi bloggs fólksins geti sagt nánar frá hans afrekum.
Ég þakka þeim sem lásu
Góðar stundir

This page is powered by Blogger. Isn't yours?