<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 03, 2004

Langþráð lækkun...loksins
Fékk loksins forgjafalækkun í gær sem ég hef beðið eftir í sumar. Fór úr 12,5 í 11,1 á Opna Carlsberg mótinu í GKG. Var á 81 höggi og fékk 41 punkt. Spilaði með Rögga pensli sem ekki var mjög brattur og lék á 88 höggum, en hann hafði leikið 45 holur daginn áður er hann sigraði í holukeppni í Víkinni. Punktarnir fleyttu mér í 2. - 4. sæti með forgjöf í þessu 180 manna móti og ég get ekki sagt að mér hafi leiðst það neitt sérstaklega að fá bjórkassa í verðlaun. Helsta ástæðan fyrir þessu skori er sú að ég notaði driverinn einungis einu sinni á hringnum, tók yfirleitt 5 tré af teig. Með driver hef ég verið að koma mér í vandræði í undanförnum mótum, en í þessu móti hitti ég um 67% brauta í upphafshöggum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?