Monday, August 16, 2004
Ótrúlegur árangur hjá Bigga
Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson hefur átt ótrúlegt sumar í golfinu. Vann Íslandsmótið af öryggi, vann Íslandsmótið í holukeppni af álíka öryggi og nú vann GKG deildakeppnina um helgina. GKG hefur að ég held aldrei átt möguleika á því að vinna sveitakeppnina fyrr en nú, en auk þess að fá Bigga í fyrra þá fengu þeir reyndar Úlfar Jónsson (Kylfing aldarinnar) til sín sem þjálfara nú í sumar. Birgir Leifur er því búinn að vinna allt í sumar og var auk þess bara fjórum höggum frá því að spila á elsta atvinnumannagolfmóti í heimi: Opna breska meistaramótinu. Það er hlægilegt til þess að hugsa að þegar Íslandsmótið fór fram á Hellu sumarið 2002, þá ræddu margir misvitrir golfsérfræðingar um það að Birgir þyrði ekki að vera með. Margir héldu því þá fram að Björgvin Sigurbergs, Óli Már, Sigurpáll og Örn Ævar væru ekki síðri en Biggi. Á þessum tíma var Birgir að spila á Challenge túrnum sem er einskonar 2. deild í Evrópu, á eftir evrópsku mótaröðinni. Hann hafði þá ekki leikið á Íslandsmótinu síðan 1997, en þá vann hann örugglega og gerðist atvinnumaður. Atvinnumönnum var síðan leyft að vera með á ný 2001. Biggi mætti aftur á Íslandsmót 2003 og 2004 og vann örugglega í bæði skiptin. Ég held að það sé því lítil spurning um hver sé besti íslenski kylfingurinn. Það vill svo sérkennilega til að golfkennarinn minn Andrés Davíðsson er þjálfari Birgis Leifs, en eitthvað virðist annar lærisveinninn vera tregari en hinn:)
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson hefur átt ótrúlegt sumar í golfinu. Vann Íslandsmótið af öryggi, vann Íslandsmótið í holukeppni af álíka öryggi og nú vann GKG deildakeppnina um helgina. GKG hefur að ég held aldrei átt möguleika á því að vinna sveitakeppnina fyrr en nú, en auk þess að fá Bigga í fyrra þá fengu þeir reyndar Úlfar Jónsson (Kylfing aldarinnar) til sín sem þjálfara nú í sumar. Birgir Leifur er því búinn að vinna allt í sumar og var auk þess bara fjórum höggum frá því að spila á elsta atvinnumannagolfmóti í heimi: Opna breska meistaramótinu. Það er hlægilegt til þess að hugsa að þegar Íslandsmótið fór fram á Hellu sumarið 2002, þá ræddu margir misvitrir golfsérfræðingar um það að Birgir þyrði ekki að vera með. Margir héldu því þá fram að Björgvin Sigurbergs, Óli Már, Sigurpáll og Örn Ævar væru ekki síðri en Biggi. Á þessum tíma var Birgir að spila á Challenge túrnum sem er einskonar 2. deild í Evrópu, á eftir evrópsku mótaröðinni. Hann hafði þá ekki leikið á Íslandsmótinu síðan 1997, en þá vann hann örugglega og gerðist atvinnumaður. Atvinnumönnum var síðan leyft að vera með á ný 2001. Biggi mætti aftur á Íslandsmót 2003 og 2004 og vann örugglega í bæði skiptin. Ég held að það sé því lítil spurning um hver sé besti íslenski kylfingurinn. Það vill svo sérkennilega til að golfkennarinn minn Andrés Davíðsson er þjálfari Birgis Leifs, en eitthvað virðist annar lærisveinninn vera tregari en hinn:)
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.