Wednesday, September 15, 2004
15.september
Jæja þá er 15. sept genginn í garð og G. Bjöss vinur minn ekki lengur landsfrægur fyrir að vera tengdasonur Utanríkisráðherra heldur tengdasonur Forsætisráðherra. Nú er skemmtilegt að rifja upp ýmsar fullyrðingar sem hafa verið látnar flakka varðandi Davíð Oddsson. Til dæmis var fullyrt að hann myndi aldrei láta Forsætisráðuneytið af hendi á meðan hann væri enn í pólitík og myndi semja við þann flokk sem myndi leyfa honum að halda dauðahaldi í þann stól. Sú spá fór fyrir lítið þegar Davíð og Halldór sömdu eftir síðustu kosningar og ákveðið var að skipta Forsætisráðuneytinu. Þá fullyrtu margir að Davíð myndi aldrei setjast í annað ráðherraembætti og myndi aldrei starfa undir öðrum Forsætisráðherra. Nú hefur sú spá einnig fokið út í veður og vind. Það er því ekki beinlínis þannig að hér séu Nostradamusar á hverju strái í þjóðmálaumræðunni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Jæja þá er 15. sept genginn í garð og G. Bjöss vinur minn ekki lengur landsfrægur fyrir að vera tengdasonur Utanríkisráðherra heldur tengdasonur Forsætisráðherra. Nú er skemmtilegt að rifja upp ýmsar fullyrðingar sem hafa verið látnar flakka varðandi Davíð Oddsson. Til dæmis var fullyrt að hann myndi aldrei láta Forsætisráðuneytið af hendi á meðan hann væri enn í pólitík og myndi semja við þann flokk sem myndi leyfa honum að halda dauðahaldi í þann stól. Sú spá fór fyrir lítið þegar Davíð og Halldór sömdu eftir síðustu kosningar og ákveðið var að skipta Forsætisráðuneytinu. Þá fullyrtu margir að Davíð myndi aldrei setjast í annað ráðherraembætti og myndi aldrei starfa undir öðrum Forsætisráðherra. Nú hefur sú spá einnig fokið út í veður og vind. Það er því ekki beinlínis þannig að hér séu Nostradamusar á hverju strái í þjóðmálaumræðunni.
Passið ykkur á myrkrinu.