<$BlogRSDURL$>

Sunday, September 05, 2004

Klókindi
Atli Gíslason lögmaður var einn af fimm einstaklingum sem DV spurði álits á því hver ætti að verða næsti Þjóðleikhússtjóri. Atli svaraði því til að ráða ætti hæfa konu til starfans. Á lista umsækjenda er að finna hæfa konu sem er hinn athyglisverði þingmaður Kolbrún Halldórsdóttir. Það vill svo skemmtilega til, að fái hún starfið þá þarf hún að láta af þingmennsku. Er þá kallað í varaþingmann hennar til þess að sitja út kjörtímabilið. Og hver skyldi vera hennar varamaður, jú svei mér þá: Atli Gíslason lögmaður. Einfalt, ekki satt?
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?