<$BlogRSDURL$>

Wednesday, September 08, 2004

Leiðindi í Laugardal
Ég fór nokkuð vongóður á völlinn síðastliðinn laugardag til þess að fylgjast með landskappleik Íslendinga og Búlgara í knattsparki. Var þetta með því leiðinlegra sem ég hef horft á í gegnum tíðina og var ég þó mættur í Laugardalinn árið 1987 þegar Íslandi tapaði 0:6 fyrir A-Þýskalandi. Íslenska liðið var álíka slakt og búlgarski þjóðsöngurinn og voru félagar mínir Dóri Mag og Jón Áki á því að þessum tveimur tímum hefði verið mun betur varið í eitthvað annað.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?