<$BlogRSDURL$>

Thursday, September 30, 2004

Munnmælasögur # 1
Óskað hefur verið eftir því að blogg fólksins útskýri nánar afskipti Ragnars Bjarnasonar af Hagbarði Marínóssyni. Hélt ég satt að segja að þessa sögu þekktu all flestir lesendur Bloggs fólksins. Hef ég ákveðið að verða við þessari ósk og kynni í leiðinni stoltur til nýjann dagskrárlið: "Munnmælasögur".

Hagbarður er einn af mínum uppáhalds-Bolvíkingum; einstaklega skemmtilegur maður og yfirgengilega orðheppinn. Fyrir nokkrum árum var hann staddur í Reykjavík og leigði sér bíl hjá RB bílaleigu sem rekinn var af Ragnari Bjarnasyni stórsöngvara. Þegar Ragnar afhendir bílinn þá segir hann Barða frá því að hann þurfi að skila bílnum á umsömdum tíma þar sem bílinn fari strax í útleigu á ný. Fer hann fremur fínt í það að nefna við Barða að mikilvægur og traustur viðskiptavinur fái bílinn á eftir honum. Hann sé utan af landi og leigi alltaf hjá sér bíl þegar hann sé í bænum. Barði segir ekkert við þessu en þá bætir Ragnar því við að það myndi nú koma sér vel ef Barði myndi nenna að skola aðeins af bílnum áður en hann skilaði honum, þrátt fyrir að það sé ekki inni í leigusamningnum. Barði svarar að bragði: "Raggi! Ertu nú endanlega búinn að syngja þig vitlausann? Ég þríf sko ekki eitt eða neitt fyrir þig". Var málið þar með útrætt.
Passið ykkur á myrkrinu og bílaleigum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?