Saturday, September 25, 2004
Svívirða
Þar sem ritstjóri Bloggs fólksins er mikið fyrir útiveru og holla hreyfingu, þá gekk ég framhjá Grenimel 30 á dögunum þar sem afi minn og amma í móðurætt, Kristján Þorvarðarson og Jóhanna Elíasdóttir bjuggu í ein 40 ár eða svo. Var mér verulega brugðið er ég staldraði við fyrir utan húsið. Var þar flennistór andlitsmynd af Bob Marley í einum glugganum! Fremur sérstakt, en þó lét ég það ekki pirra mig enda bara um listamann að ræða. En í glugganum fyrir ofan var flennistór mynd af fjöldamorðingjanum Che Guevara!!! Afi og amma voru vitsmunaverur og eiga þau betra skilið en að hafa slíka mynd hangandi í híbýlum þeirra til margra ára. Þetta er svívirðilegt, ég kann ekki við svona.
Passið ykkur á myrkrinu og fjöldamorðingjum.
Þar sem ritstjóri Bloggs fólksins er mikið fyrir útiveru og holla hreyfingu, þá gekk ég framhjá Grenimel 30 á dögunum þar sem afi minn og amma í móðurætt, Kristján Þorvarðarson og Jóhanna Elíasdóttir bjuggu í ein 40 ár eða svo. Var mér verulega brugðið er ég staldraði við fyrir utan húsið. Var þar flennistór andlitsmynd af Bob Marley í einum glugganum! Fremur sérstakt, en þó lét ég það ekki pirra mig enda bara um listamann að ræða. En í glugganum fyrir ofan var flennistór mynd af fjöldamorðingjanum Che Guevara!!! Afi og amma voru vitsmunaverur og eiga þau betra skilið en að hafa slíka mynd hangandi í híbýlum þeirra til margra ára. Þetta er svívirðilegt, ég kann ekki við svona.
Passið ykkur á myrkrinu og fjöldamorðingjum.