<$BlogRSDURL$>

Thursday, September 02, 2004

Var Kraftaverk ekki best eftir allt saman?
Um miðjan níunda áratuginn varð til hljómsveit í Grunnskóla Bolungarvíkur sem bar nafnið Kraftaverk. Náði hún ákveðnum hápunkti er hún kom fram í sjónvarsþættinum Stundin Okkar og flutti slagarann Kraftaverk. Þrátt fyrir miklar vinsældir varð þessi hljómsveit ekki sérstaklega langlíf. Í þessu lagi kom fyrir setningin: ,,Við leggjum okkur hart í að koma okkur í party og kvennafar.´´ Ástæðan fyrir þessari nauðsynlegu menningarlegu upprifjun er sú að ég hlusta mikið á útvarpsstöðina Stjarnan 94,3 sem spilar eingöngu íslenska tónlist. Þar rekst maður á ófáa gullmolana og nú um stundir er til dæmis lagið Prins Poló leikið grimmt. Lagið er líklega um 25 ára gamalt og er með fjöllistahópnum Sumargleðin sem einmitt er uppáhaldshljómsveit skólastjórans á Grenivík. Í laginu kemur þessi setning fyrir ,,Við leggjum okkar hart í að koma okkur í party og kvennafar, en mér er svo sem sama ef ég fæ Prins Poló´´ Sem gömlum Kraftaverk aðdáenda var mér vitanlega nokkuð brugðið er ég heyrði þessa setningu. Eftir talsverða upprifjun er ég handviss um að Sumargleðin hafi verið fyrri til með þessa kjarnyrtu setningu og því spurning hvað poppararnir í Kraftaverk hafi sér til málsbóta. Æskilegt væri að Þorlákur, Stebbi, Jónas Vilhelms eða Elli Kristjáns tjáði sig um málið hér á síðunni, svona í ljósi alvarleika málsins. (Man ekki hverjir fleiri voru í bandinu, en rámar eitthvað í Hjalla og Kristján Júl).
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?