<$BlogRSDURL$>

Friday, October 15, 2004

Helgarplön stjórnmálafræðikennara
Hef verið að velta fyrir mér dæmigerðum helgum hjá kennurum í stjórnmálafræðinni og þetta er niðurstaðan:
Gunnar Helgi: Skoðar fiskmatreiðslubækur út frá góðum stjórnsýsluháttum og bókar bandið sitt Spaðanna á Hróarskeldu.
Óli Þ: Fær sér nokkra bjóra niðri í bæ, segir nokkra brandara og lætur kvenkynsaðdáendur hafa númerið sitt.
Baldur: Spjallar við stjórnamálasérfræðinga frá Möltu um knattspyrnuleiki smáríkja og setur Greifana á fóninn.
Hannes: Les 15 bækur, svarar blaðagreinum frá Helgu Kress og Þorvaldi Gylfasyni og viðar að sér upplýsingum um briddsáhuga Kiljans frá maílokum til júníbyrjunar 1942.
Svanur: Skoðar feminisma í Aldingarðinum Eden út frá verkaskiptingu Adams og Evu og rannsakar hugmyndir Ingólfs Arnarssonar um Forsetavald.
Indriði: Les heimasíðu fyrrum meðhjálpara síns Gunnars Sigurðssonar og bókar sig á Færeyska daga í Ólafsvík.
Albert: Semur við Norðmenn um aðgang að norsk/íslenska síldarstofninum og kannar hernaðarlegt mikilvægi Þistilfjarðar með tilliti til rússneskra flugmóðuskipa.
Úlfar: Hringir í Eirík Bergmann og fer yfir hagsmuni ESB varðandi teppasölu í Tyrklandi og tekur 1. árs konur í aukatíma í lífsleikni.
Svanborg: Skrifar feminiskann leiðara í Fréttablaðið til að breiða yfir skort á kvenfólki í forystu blaðsins.
Brynhildur: Brýtur heilann um hvað hún sé að gera með Róberti Marshall og kemst ekki að niðurstöðu.
Arnkelsson: Fer úr öllum fötunum, smyr líkama sinn með kokteilsósu og les sögu aðferðafræði í Austurlöndum fjær.
Passið ykkur á myrkinu og kennurum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?